Sætur sigur í Skagafirði

537467 
Eftir góðan undirbúning fyrir þetta rall þá var stefnan sett á sigur og ekkert annað, þrátt fyrir að Sigurður Bragi og Ísak væru í Grúbbu X og teldu ekki stig þá vildum við vinna þetta rall. Á fyrstu leið upp dalinn leit þó út fyrir að þetta gengi ekki upp því bíllinn lét alveg eins og það væri sprungið dekk og við hálfnaðir með leiðina, við ákváðum að halda samt áfram og klára leiðina og kom þá í ljós að þetta var bogin spyrna að aftan sem strákarnir skiptu bara um. Við náðum samt besta tíma í fyrstu ferð en Hilmar og Stefán voru rétt á eftir okkur, leið 2, 3 og 4 gengu svo mjög vel og þegar við komum á Sauðárkrók og einungis tvær leiðir eftir þá vorum við með 29 sek forskot á Sigga og Ísak. Þá var ákveðið að spila á stöðuna eins og svo oft áður og hlífa bílnum, en við bættum svo við forskotið á þessum tveim stuttu leiðum og enduðum 58 sek á undan öðru sætinu og 1,24 sek í 3 sætið. Nú er staðan þannig að við leiðum Íslandsmótið með fullt hús eða 30 stig en bara 6 stig í næstu áhöfn og þrjár keppnir eftir og 32,5 stig í pottinum þetta er því langt frá því búið ennþá. Við erum svo strax farnir að undirbúa okkur fyrir alþjóðarallið sem verður haldið þann 12-14 ágúst og þar ætlum við okkur að ná í sem flest stig. Það er svo merkilegt við þetta rallsumar að lítið breyttu bílarnir eru að standa sig best, bíllinn hjá okkur, Hilmari/Stefáni og Marra/Jón Þórs eru svo til óbreyttir.... það sem er ekki í bílnum það bilar ekki!!!. Smile    Úrslit Rallsins hér að neðan
saudkr2010result
En næsta rall er langhlaup en ekki spretthlaup og þar mun vera hart barist um fyrsta sætið...
Að lokum viljum við þakka strákunum okkar kærlega fyrir stuðninginn og sérstaklega Kvikk þjónustunni fyrir alla hjálpina Wink

Rásröð og Tímamaster...

á er rásröðinn kominn út sem og Tímamaster

Rásröð

Rásröð/Ökumaður/Aðstoðarökumaður/Bíll
1. Jón B. Hrólfsson / Borgar Ólafsson - Subaru Impreza STI Gr. N
2. Hilmar B. Þráinsson / Stefán Þ. Jónsson - Mitsubishi Lancer EVO 5 Gr. N
3. Pétur S. Pétursson / Björn Ragnarsson - Mitsubishi Lancer EVO 6 Gr. N
4. Marían Sigurðsson / Jón Þór Jónsson - Mitsubishi Lancer EVO 8 Gr. N
5. Sigurður B. Guðmundsson / Ísak Guðjónsson - Mitsubishi Lancer EVO 7 X
6. Aðalsteinn G. Jóhannsson / Heimir S. Jónsson / Mitsubishi Lancer EVO 10 Gr. N
7. Fylkir A. Jónsson / Elvar S. Jónsson - Subaru Impreza STI Gr. N
8. Hlöðver Baldursson / Baldur Hlöðversson - Toyota Twincam 1600
9. Einar Sigurðsson / Símón G. Rúnarsson - Audi S2 Gr. N
10. Sigurður A. Pálsson / Brynjar S. Guðmundsson Gr. N
11. Henning Ólafsson / Árni Gunnlaugsson - Toyota GTI Twincam 1600
12. Kristján Gunnarsson / Halldór V. Ómarsson - Peugeot 306 S16
13. Baldur Haraldsson / Guðnú H. Magnúsdóttir - Subaru Impreza GL Non Turbo
14. Baldur J. Franzson / Elías L. Karevsky - Grand Cherokee Jeppa
15. Sighvatur Sigurðsson / Andrés F. Gíslasson - Mitsubishi Pajero Sport Jeppa
16. Kristinn V. Sveinsson / Brimrún Björgólfsdóttir - Grand Cherokke Jeppa
17. Þórður G. Ingvarsson / Guðmundur S. Lúðvíksson - Toyota Hilux Jeppa

Tímamaster
má finna hér http://lia.is/skjol/timaskaga.jpg


Sauðakrókur 2010

rall_nikkel3_2010_640.jpgÞá er það Sauðakrókur og er allt að verða tilbúið fyrir þá keppni. En keppt verður laugardaginn 24 Júlí og verða eknar átta leiðar þar af fjórar um inn marg umtalaða og lofaða Mælifelsdal.

Sigur og ekkert annað kemur til greina eftir að hafa sigrað fyrstu tvær keppnir og eftir að hafa sigrað krókinn 2009 með minsta mun eða einungis 1sek.

 Tímamaster og Rásröð kemur um leið og hefir hefur verið út frá keppnistjóra.

Hvetjum alla til að mæta á krókinn þar verður aðal skemmtun sumarsins


« Fyrri síða

Ökumenn

Subaru Rally Team
Subaru Rally Team

Jón B. Hrólfsson
Halldór G. Jónsson

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband